Barnafatamarkaður í Holtseli

Laugardaginn 15. janúar milli kl. 14:00 og 16:00 ætlum við í Holtseli að vera með barnafatamarkað í ísbúðinni hjá okkur. Nóg verður til af ís og kjöti, nokkrar tegundir í skafborðinu og “loppumarkaður” með notuðum barnavörum. Þar verður helst í boði stelpuföt í stærðum frá nýfæddu og til ca. 3 ára, ásamt einhverju öðru í bland. Mjög lág verð.

Verið velkomin!