Boðað er til aðalfundar Matarstígs Helga magra, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20:30

Í ljósi óvissu með sóttvarnaraðgerðir verður fyrirkomulag fundarins og möguleg staðsetning kynnt síðar.
Sjá nánar á facebooksíðu Matarstígs Helga magra.
Dagskrá skv. samþykktum félagsins:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
7. Önnur mál
Félagar í Matarstígnum eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun starfsemi hans.