Byrjendanámskeið í víravirki - Félagsborg 16. og 17. okt.

Þjóðháttafélagið Handraðinn býður upp á námskeið í víravirki. Kennari Júlía Þrastardóttir gullsmiður og eigandi Djúlsdesign. Á námskeiðinu er farið í allar helstu undistöðuaðferðir við vinnu á víravirki. Víravirkið byggir á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð en hefur komið sterkt inn í skartgripagerð á síðustu árum.

Byrjendur byrja á að smíða blóm sem getur verið hálsmen eða næla, og fara þannig í gegnum ferlið frá A-Ö. Efni í einn hlut er innifalið og öll verkfæri á staðnum. Það þarf ekki að koma með neitt með sér nema handfylli af þolinmæði, meðalstóra krukku af jákvæðni

og góð gleraugu ef ellin er farin að færast yfir. Gott er að koma með glósubók og penna og nesti, kaffi verður á staðnum og aðstaða.

Kennt verður laugardag 16. okt. kl. 10:00-15:00 og sunnudag 17. okt. 10:00-15:00 í Félagsborg í Hrafnagilshverfi.

Námskeiðshelgin kostar 34.500 kr. og er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á djuls@djuls.is eða hringja í 694-9811.