Dagbók Önnu Frank aftur á svið!

Freyvangsleikhúsið frumsýndi nýja leikgerð á Dagbók Önnu Frank í febrúar á þessu ári en þurfti að leggja niður sýningar vegna samkomubanns í Covid-19 faraldrinum.
En flokkurinn er hvergi tilbúin til að kveðja verkið og þess vegna hefjum við nýja leikárið á að sýna nokkrar sýningar af Dagbók Önnu Frank, en verkið verður eingöngu sýnt í október.
Við fylgjum settum reglum og gildandi takmörkunum varðandi samkomur og því er aðeins takmarkaður sætafjöldi í boði fyrir hverja sýningu og eins gætum við að sjálfsögðu tilvísunum um sóttvarnir.
Næstu sýningar
Fimmtudagur 1. okt. kl. 20:30
Laugardagur 3. okt. kl. 20:30
Föstudagur 9. okt. kl. 20:30
Laugardagur 10. okt. kl. 20:30
Föstudagur 16. okt. kl. 20:30
Laugardagur 17. okt. kl. 20:30
Miðapantanir í síma 857-5598 og á tix.is.