Dagbókin Tíminn minn 2023

Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2023 til sölu á 4.000 kr. 
fram að 90 ára afmælisdegi félagsins þann 11. desember nk. eða eins og birgðir endast.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.

Dagbókin er fallega myndskreytt eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur og er full af jákvæðni og góðum ráðum. Tilvalin í afmælis- og/eða jólagjöf handa ömmum, mömmum, dætrum, frænkum og vinkonum.

Nánari upplýsingar og pantanir hjá Hrönn í síma 866-2796 eða á idunnhab@gmail.com