Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Haustferð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit verður farin miðvikudaginn 31. ágúst nk. Farið verður um Skagafjörð og ekið fyrir Skaga. Staðkunnugur leiðsögumaður verður með í ferðinni. Viðkomustaðir verða m.a. Búminjasafnið Lindabæ, Grettislaug Reykjaströnd, súpa og brauð í KK restaurant Sauðárkróki, Spákonuhof Skagaströnd, miðdegiskaffi í Skagabúð, Kálfshamarsvík, kirkjan í Ketu og svo kvöldverður á Löngumýri. Kostnaður á mann verður kr. 18.000 og leggist inn á reikning 0302-26-001038, kt. 251041-4079 fyrir 25. ágúst. Brottför frá Félagsborg verður samkvæmt venju kl. 9:00 og frá Skautahöllinni kl. 9:15. Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir 25. ágúst til Reynis, sími 862-2164, Jófríðar, sími 846-5128 eða Ólafs, sími 894-3230.

Ferðanefndin.