Fullveldisdagurinn í Laugarborg

Verið velkomin í Laugarborg á Fullveldisdaginn!

Þjóðháttafélagið Handraðinn ásamt Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar verður með kaffihlaðborð í Laugarborg á fullveldisdaginn 1. desember.

Það verður þjóðlegt með kaffinu, þjóðbúningar verða til sýnis, handverksfólk að störfum og nemendur Tónlistarskólans koma fram. Húsið opnar kl. 14:00. Aðgangseyrir er 500 kr. en frítt fyrir öll börn á grunnskólaaldri og þá sem koma í þjóðbúning! Kaffihlaðborð kostar 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, 1.000 kr. fyrir 6-12 ára. Frítt fyrir þau yngstu.