Hestamannafélagið Funi auglýsir: Æskulýðsdaga

Hestamannafélagið Funi auglýsir:
Æskulýðsdaga Norðurlands helgina 15. - 17. júlí.
Frábær fjölskylduskemmtun þar sem aðaláhersla er lögð á dagskrá fyrir börnin og fullorðnir fylgja með í fjörinu. Ratleikur á hestum, þrautabraut, fjölskyldureiðtúr og fleira skemmtilegt.

Nánari dagskrá á Facebook viðburðinum "Æskulýðsdagar Norðurlands 2022". Mikilvægt er að skráning berist í síðasla lagi 14. júlí á annasonja@gmail.com til að hægt sé að áætla fjölda þátttakenda. Þar þarf að koma fram nafn barns og aldur og hvort það mun taka þátt í ratleiknum á föstudagskvöldinu.

Æskulýðsnefnd Funa.