Hrafnagilshátíð 16.-17. júlí nk. – hátíð í heimabyggð

Markaður og blómabýttiborð verður í Laugarborg báða dagana.
Á laugardeginum - flóamarkaðir víða um hverfið og handverksfólk með opnar vinnustofur.
Á sunnudeginum - Skottsölur við Laugarborg og Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar tekur rúnt í hverfið um kl. 14. Kveikt verður upp í grillinu í Aldísarlundi kl. 15-16.
Íbúar, sveitungar, gestir og gangandi - komið og fáið ykkur rölt í hverfinu.
Hlökkum til að sjá líf og fjör í Hrafnagilshverfinu.
Bestu kveðjur, Kvenfélagið Iðunn.

Mynd af loppu-/flóamarkaði, höf.: Arnar Símonarson, Litla Loppan, Hólavegi 15 á Dalvík.