Hrafnagilshátíð 16.-17. júlí nk. – hátíð í heimabyggð

Markaður og blómabýttiborð verður í Laugarborg, flóamarkaðir víða um hverfið á laugardeginum og handverksfólk með opið hjá sér.
Ýmislegt annað er í undirbúningi og verða íbúar, sveitungar, gestir og gangandi hvattir til að fá sér létta göngu um hverfið. Nánar auglýst síðar.
Takið helgina frá fyrir hátíð í heimabyggð.
Hlökkum til að sjá líf og fjör í Hrafnagilshverfinu.
Bestu kveðjur, Kvenfélagið Iðunn.