Íþróttavika - Aqua Zumba

Aqua Zumba tími í tilefni af Íþróttaviku Evrópu dagana 23.-30. september. Kennari er Þórunn Kristín Sigurðardóttir Esquivel.

Þórunn er þekkt fyrir mikið stuð og væntanlega verður tekið vel á. Þetta er tími sem allir geta tekið þátt í. Ef þú hefur aldrei prófað aqua zumba, þá er um að gera að mæta núna og prófa. 

Sjá viðburð á Facebook.

Frítt er í sund, líkamsrækt og á alla viðburði. Sjáðu dagskrá á fleiri viðburði hér.