Jólamarkaðsstemming verður í Dyngjunni-listhúsi

Boðið verður upp á að steypa sér sterin og tólgarkerti.
Ketilkaffi verður á kamínunni og nýsteiktar lummur.
Guðrún Steingrímsdóttir og Anna Sigríður Hróðmarsdóttir verða markaðsgestir með sínar frábæru vörur.
Velkomin að versla í heimabyggð.
Opið verður í Dyngjunni-listhúsi flesta daga í des.
Upplýsingar eru í www.facebook.com/dyngjanlisthus/ og 899-8770.