Jólamarkaður í Holtseli

Í boði verður fjölbreytt úrval af matvöru; það helsta í jólamatinn, allt frá forréttinum til eftirréttsins. Einnig verður mikið af einstöku handverki - tilvalið að klára jólagjafakaupin beint frá býli! Hlökkum til að sjá sem flesta í notalegri jólastemmingu - athugið að þetta er síðasta helgin sem opið er hjá okkur í vetur nema eftir samkomulagi.