Jólatónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar mánudaginn 16. des. kl. 18 og 19

Jólatónleikum Tónlistarskóla Eyjafjarðar sem vera áttu í Laugarborg fimmtudaginn 12. desember er frestað til mánudagsins 16. desember.
Fyrri tónleikarnir verða kl. 18:00 og þeir síðari kl. 19:00.
Nemendur á öllum stigum koma fram og m.a. kemur nýstofnuð hljómsveit skólans fram á fyrri tónleikunum. Fjölbreytt efnisskrá og í öllum hljóðfæraflokkum, samleikur og einleikur, jólalög og allskonar tónlist. 

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.