Jólatré í Reykhúsaskógi

Við bjóðum fólki að koma og ganga um skóginn og þiggja ketilkaffi eða kakó í rjóðrinu. 

Þeir sem þess óska geta valið sér jólatré úr útvöldum rauðgrenitrjám og merkt sér. Trén verða höggvin stuttu fyrir jól til að tryggja sem best barrheldni þeirra og er ekið heim til kaupenda í Eyjafjarðarsveit og á Akureyri. Trén sem eru til sölu eru í fjórum stærðum; 1,25/1,5 m, 1,5/1,75 m, 1,75/2 m og yfir 2 metrar og er þá miðað við hæð að efsta greinakransi á trénu. Verð trjánna er eins og áður 5.000, 6.000, 7.000 og 8.000 kr. eftir stærð. Einnig er möguleiki á stærri trjám.

Gengið er upp í skóginn um nokkuð brattann slóða norðan Kristnesspítala. Fólk sem á erfitt með gang eða með lítil börn getur ekið upp slóðann og lagt ofan við brekkuna.

Þeir sem ekki hafa tök á að koma en vilja tryggja sér jólatré geta haft samband í síma 848-1888 eða sent skilaboð á facebooksíðunni Reykhúsaskógur.

Verið hjartanlega velkomin, Anna og Páll í Reykhúsum.