kæru sveitungar

Nú eru nemendur í 9. bekk í Hrafnagilsskóla teknir við fjáröflunarkeflinu. Þar sem það eru einungis 6 nemendur í bekknum er augljóst að þeir geta ekki farið á öll heimili sveitarinnar og boðið pappír til sölu. Það verður því nýtt fyrirkomulag, alla vega núna í vor. Þeir sem vilja styrkja ferðasjóð þessara 6 vösku sveina og kaupa af þeim eldhús- og klósettpappír fyrir sumarið eru beðnir um að hafa samband við Nönnu ritara í síma 464-8100 eða á netfangið nanna@krummi.is.

Verðin eru:

Klósettpappír, 500 blaða, 30 rúllur kr. 5.500.

Eldhúspappír, hálfskipt blöð, 15 rúllur kr. 4.500.

Pantanir þurfa að hafa borist fyrir 23. maí og fljótlega eftir það keyra piltarnir og foreldrar þeirra pappírinn heim til fólks.

Bestu kveðjur og óskir um góðar viðtökur,

Alex, Eyvar, Gabríel, Hallgrímur, Pétur og Ýmir í 9. bekk.