Leiðarlýsing 2022

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi stendur fyrir leiðarlýsingu í kirkjugörðunum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár.

Krossar eru settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. Þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og síðast. Gjald fyrir hvern kross er kr. 3.800.- Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444.

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.