Leiðarlýsing 2023

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár.

Krossarnir verða settir upp áður en aðventan byrjar. Þeir sem leigt hafa krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra.

Gjald fyrir hvern kross er kr. 3.900.- Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444.

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.