MELGERÐISMELAR 2022

Helgina 13.–14. ágúst verður gæðingakeppni, töltkeppni og kappreiðar.

Gæðingakeppni A og B flokkur, ungmenna-, unglinga-, og barnaflokkur. Tölt T3 og síðast en ekki síst kappreiðar úr startbásum og 100 m flugskeið.

Hvetjum við alla sem hafa gaman af því að fara hratt að taka þátt í kappreiðunum úr básunum þar sem notast verður við rafræna tímatöku. Úr þeim verður startað í 150 m og 250 m skeiði, 250 m brokki og 250 m stökki svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Skráningar á mótið fara fram í gegnum Sportfeng og verður opnað fyrir skráningar mjög fljótlega.
Mótshaldarar áskilja sér rétt á að fella niður greinar ef næg þátttaka næst ekki.

Skorum á fólk að taka helgina frá, heyrst hefur að spáin á Costa del Melgerðismelar sé svakaleg og nóg pláss á tjaldsvæði og engin ástæða til annars en að eiga saman góða helgi.

Stjórn og mótanefnd Funa.