Messa í Grundarkirkju sunnudaginn 7. mars kl. 11.

Við fögnum því að geta hafið helgihald í Eyjafjarðarsveit á nýjan leik. Í fyrstu messunni okkar munu fermingarbörn úr Hrafnagilsskóla og Þelamerkurskóla láta ljós sitt skína í tilefni þess að fyrsti sunnudagur marsmánaðar er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar.

Félagar úr Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngja. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson og meðhjálpari er Hjörtur Haraldsson. Prestar eru Jóhanna Gísladóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson.

Öllum sóttvarnarreglum verður fylgt. Minnum á að grímuskylda er í öllum kirkjum landsins hjá kirkjugestum sem fædd eru árið 2005 eða fyrr.