Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 20. september kl. 13.30

Við hefjum nýjan starfsvetur í Kaupangskirkju, gleðjumst yfir því sem sumarið færði okkur og horfum með von til þess er framundan er.
Víðir Orri Hauksson mun koma og segja nokkur orð um orgel afa síns. Það er fyrsta orgelið sem tekið var til notkunar í Eyjafjarðarsveit og snýr nú aftur í heimahús.
Söngfélagar við Kaupangskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari er Hansína María Haraldsdóttir.
Öll hjartanlega velkomin.