Myndlistasýning á Brúnum - Aðalsteinn Vestmann

Aðalsteinn Vestmann listmálari mun opna myndlistasýningu í Listaskálanum á Brúnum (Brunirhorse) laugardaginn 12. október kl. 14:00.

Aðalsteinn Vestmann er fæddur 12. ágúst 1932. Hann lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og var einnig um tíma í Finnlandi að kynna sér myndlist.

Aðalsteinn er Akureyringum kunnur og starfaði sem myndmenntakennari við Barnaskóla Akureyrar áratugum saman en jafnframt sinnti hann alltaf myndlistinni. Hann hefur beitt penslinum ýmist í olíu, akrýl eða vatnslitum.

Aðalsteinn hlaut viðurkenningu frá Menningarsjóði Akureyrar árið 2002.

Hann hefur haldið fjölda einkasýninga auk þess að taka þátt í samsýningum.

Verk Aðalsteins eru afar margslungin og vekja upp spurningar um lífið, náttúruna og persónuþætti.

Á sýningunni má sjá verk sem unnin hafa verið m.a. á þessu ári í bland við eldri verk.

Sjá nánar á facebooksíðu Brunirhorse og/eða heimasíðu Brúnirhorse.