Námskeið Yoga Nidra - djúpslökun, öndun, sjálfsást

Yoga Nidra er djúpt slökunarástand þar sem slakað er á öllum vöðvum líkamans en vitundinni haldið vakandi. Gefur hvíld á við 4 tíma svefn.
Rannsóknir sýna að ávinningur af djúpslökun er m.a. hvíld sem jafnast á við nokkra tíma svefn, meira jafnvægi og kyrrð í huga, betri einbeiting, hægari öndun, slökun á vöðvum, minni sársauki, minni streita, minni kvíði og jákvæð hugsun eflist.
Þátttakandi kemur sér vel fyrir á mjúkri dýnu undir hlýju teppi og lætur fara vel um sig. Gott er að hafa augnhvílur.
Hver tími er 60 mín. og verð er 10.000kr, greiða þarf í byrjun námskeiðs.
Nauðsynlegt er að skrá sig hjá solveighar@gmail.com
Kennari: Sólveig Bennýjar & Haraldsdóttir Yoga Nidra kennari

!!! ATH örfá laus pláss
https://www.facebook.com/events/1367686453656325/136768646698965