Reiðnámskeið á Melgerðismelum

Sumarið byrjar með látum hjá Hestamannafélaginu Funa og verða því auglýst hér tvö reiðnámskeið:

TREC námskeið með Önnu Sonju fyrir alla aldurshópa - líka fullorðna! Um er að ræða þrjár lotur: 14.-15. júní, 21.-22. júní og 28.-29. júní. Kennt verður í 3-4 manna hópum, 40 mín í senn. Í fyrstu lotunni er stefnt á að kenna ca. milli kl. 12-15 en seinna af deginum hinar loturnar. Félagsmenn 21 árs og yngri skrá sig sér að kostnaðarlausu, aðrir borga 4.000 kr. fyrir lotuna.

Reiðnámskeið með Þorsteini Björnssyni fyrir unglinga, ungmenni og fullorðna. Um er að ræða tvær lotur: 19.-20. júní og 30. júní-1. júlí. Einkatímar í reiðskemmunni Melaskjóli, 30 mín í senn. Félagsmenn 21 árs og yngri skrá sig sér að kostnaðarlausu, aðrir borga 16.000 kr. fyrir lotuna.

ATH! Allar loturnar á báðum námskeiðum eru sjálfstæðar þ.a. hægt er að skrá sig einfaldlega í þær lotur sem maður kemst í.
Anna Sonja tekur við skráningu á bæði námskeiðin, annað hvort á facebook, annasonja@gmail.com eða í síma 846-1087/463-1262