Söfnun fyrir fjölskyldu í sveitinni

Komið þið sæl.

Í upphafi árs fór Sigurbjörn Árni Guðmundsson til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni og gekkst Sigurbjörn, eða Bubbi eins og hann er alltaf kallaður, undir opna hjartaaðgerð þar sem skipt var um lungnaæð.

Bubbi fæddist með hjartagalla og þurfti að fara í flóknar aðgerðir sem lítill drengur. Síðustu vikur hefur hann verið með bakteríusýkingu í blóði sem erfitt hefur verið að uppræta. Hann hefur því dvalið meira og minna á Barnaspítala Hringsins og barnadeild SAK síðan í nóvember.

Þetta eru að vonum mikil umskipti fyrir fjölskylduna og vitað er að langt endurhæfingarferli tekur við eftir að heim er komið.

Við óskum fjölskyldunni alls hins besta og sendum okkar hlýjustu kveðjur. Starfsmannafélag Hrafnagilsskóla ætlar að standa fyrir söfnun fyrir fjölskylduna þar sem vitað er að mikill kostnaður fylgir svona ferli. Við hvetjum sveitunga okkar til að sýna í verki hvers við erum megnug þegar við stöndum saman og allir ættu að geta lagt til eitthvert smáræði.

Við nýtum okkur reikning sem nemendafélag Hrafnagilsskóla á og færum Helgu móður Bubba upphæðina í heilu lagi að söfnun lokinni en söfnuninni lýkur í lok janúar. Þeir sem vilja leggja málefninu lið eru beðnir um að leggja inn á reikninginn 565-14-209, kt. 691018-0320.