Stutt og fámenn námskeið við eldhúsborðið í Hjallatröð 1 - Boðskort, matseðlar og fleira

Þarftu að búa til boðskort, matseðil, forsíðu eða annað og vilt að það sé persónulegt og fallegt? 

Námskeið í notkun verkfæranna Canva og Spark Post sem eru ókeypis og til bæði á netinu og sem smáforrit.

Kennt verður 18. mars kl. 17:00-18:30. Verð 4.000 kr. Hressing innifalin. Leiðbeinandi verður Ingileif Ástvaldsdóttir grunnskólakennari sem hefur sérhæft sig í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. 

Skráning á námskeiðið fer fram með því að senda tölvupóst á ingileif@barabyrja.is. Aðeins fimm pláss á námskeiðinu.