FRESTAÐ - "Syngdu með" - Frítt inn og allir velkomnir

Viðburðinum sem vera átti föstudagskvöldið 27. mars í Laugarborg, verður frestað í bili. Skoðum aftur málið eftir samkomubann.
Bestu kveðjur frá dúóinu H&S.

P.s. Hvað er Syngdu með?
Þá kemur tónlistarfólk og spilar undir fjöldasöng og lagatextum varpað á tjald fyrir alla til að taka undir. Áhersla er lögð á íslenska texta/lög, hugmynd að vera með ákveðin þemu t.d. lagahöfunda, flytjendur, texta um ákveðin atriði o.s.fr.

Syngdu með kvöldin eru haldin í Laugarborg 2-3 yfir haust- og vorönn kl. 21:00-23:00, frítt inn og allir velkomnir.
Þú bara mætir með góða skapið. Gaman fyrir vini/klúbba/hópa að gleyma sér um stund frá amstri dagsins, fréttum og veðri.
Lionsklúbburinn Sif er með smá sjoppu. 

Við auglýsum eftir tónlistarfólki sem er til í að spila á svona kvöldum. 
Nánari upplýsingar gefa Sunna Axelsdóttir, sími 649-5565 eða í tölvupósti sunnaax@hotmail.com og Hrönn A. Björnsdóttir, sími 866-2796 eða í tölvupósti lions.hronn@gmail.com.