Þorrablót 2022

Það er að koma að þessu!! Eruð þið klár??

Er þorrakúlan samsett og matarmálin komin á hreint?

Hvað með guðaveigarnar? Er búið að versla þær?

Og dettur þú í happdrættislukkupottinn eða jafnvel í næsta þorrablótsnefndarlukkupott??

Þetta kemur allt í ljós á laugardagskvöldið. Gleðin hefst kl. 21:00 og á FB síðu þorrablótsins munu koma inn upplýsingar er varða tæknimálin.

Líf og fjör!!

Rafræna þorrablótsnefndin

 

 

Eldri auglýsing:
Rafræna nefndin heldur áfram að undirbúa þorrablót sem haldið verður laugardagskvöldið 29. janúar kl. 21:00.

Eins og fram hefur komið þurfið þið ekkert að gera annað en að setjast í sófann og tengja tölvuna við sjónvarpið.

Eins og við vitum, er vonlaust að halda þorrablót án þorramatar.
Nefndin hefur því leitað til tveggja aðila sem bjóða upp á tilbúna þorrabakka. Bautinn (s: 462-1818) býður bakka sem kostar 4.699 kr. á mann og Matur og mörk (s: 462-7273) bjóða bakka sem kostar 4.500 kr. á mann, 8.500 kr. fyrir tvo og 4.000 kr./stk. ef pantað er fyrir þrjá eða fleiri. Þið sjáið sjálf um að panta bakkana ykkar með góðum fyrirvara, greiða og sækja.

Og ekki gleyma guðaveigunum, þær sjáið þið líka um sjálf :)

Munið að skrá ykkur (going) á viðburðinn á Facebook því skráðir sveitungar geta átt von á veglegum happdrættis­vinningum.

Eru ekki allir orðnir spenntir??

Rafræna þorrablótsnefndin.