Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2020

Laugardaginn 1. febrúar verður hið margrómaða þorrablót sveitarinnar haldið í íþróttahúsinu á Hrafnagili.  Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00.  Heimatilbúin atriði, þorramatur (og annar fyrir þá viðkvæmu) frá Bautanum og Danshljómsveit Friðjóns heldur uppi fjörinu.  Miðaverð 8.500.- 

Miðapantanir sunnudaginn 26. og mánudaginn 27. jan. kl. 20:00-22:00 hjá Huldu (864-6169 eða 463-1191) – Kristínu (846-2090) – Bylgju (863-1315).

Miðaafhending gegn peningagreiðslu (enginn posi) í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar á Hrafnagili miðvikudaginn 29. og fimmtudaginn 30. jan. kl. 20:00-22:00.