Viltu sjá Konur án klæða? Þá hefur þú tækifæri til þess um helgina!  

Myndlistarhópurinn KÀK deilir vinnustofu í Kaupvangsstræti 2 og kynntist í gegnum listina á ýmsum tímum. Hópurinn verður með myndlistarsýningu í Deiglunni í Gilinu á Akureyri. Sýningin stendur yfir í tvo daga, laugardag 23. og sunnudag 24. október kl. 13:00-17:00 báða dagana.

Myndlistarsýningin ber heitið Konur án klæða. Konur án klæða birtast okkur í ýmsum myndum í tilverunni. Hver og ein túlkar efniviðinn á sinn hátt.

Í hópnum eru listakonurnar Ingibjörg Jóhannesdóttir-Inga, Ingibjörg Ósk Pétursdóttir-Imma, Magga Kristín Björnsdóttir, Mayflor Perez Cajes og Sólveig Eiríksdóttir.

Hlökkum til að sjá ykkur!