Yoga við sundlaugina

Litla yogastofan og Sundlaugin á Hrafnagili bjóða yogatíma undir berum himni fyrir opnun laugarinnar næstu þrjá sunnudaga 21., 28. júní og 5. júlí. Yogatímarnir byrja kl. 9:00 og þeim lýkur kl. 10:00.

Í tímunum verður mjúkt og styrkjandi flæði og þeim lýkur með leiddri djúpslökun. Tímarnir henta jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Ef þú átt yogadýnu taktu hana þá með þér. Ef þú átt ekki dýnu þá verða nokkrar yogadýnur á staðnum ásamt teppum og púðum.

Hver tími kostar 2000 kr. og innifalið í gjaldinu er aðgangseyrir í sundlaugina.

Þú þarft ekki að skrá þig, bara mæta á dýnuna kl. 9:00. Gengið er inn á sund­laugar­svæðið að sunnanverðu. Þar verður opið hlið sem er hægra megin við innganginn í íþrótta­miðstöðina.

Vertu velkomin/n í nærandi byrjun á sunnudegi með yoga og sund- eða pottaferð.

Ingileif Ástvaldsdóttir, yogakennari