Skráning í Vinnuskóla 2023

Starfstími Vinnuskólans er 9 vikur, frá byrjun júní fram í ágúst.
Unglingar 14 ára: 16 tímar á viku í 4 vikur, þ.e. 16 vinnudagar.
Unglingar 15 ára: 16 tímar á viku í 6 vikur, þ.e. 24 vinnudagar.
Unglingar 16 ára: 16 tímar á viku í 8 vikur, þ.e. 32 vinnudagar.
Vinnutími 14 til 16 ára unglinga er 8:00-12:00 eða 13:00-17:00 mánudaga-fimmtudaga.

Tilkynna ber flokkstjóra fyrirhugaða leyfisdaga og eins ef um forföll er að ræða. Flokkstjóri getur samið um annað fyrirkomulag í einstaka tilfellum.

Upplýsingar um ungling
Upplýsingar um foreldra/forráðamenn
Annað

Við skráningu í Vinnuskólann er litið svo á að unglingur sé að sýna áhuga á að taka þátt í starfi skólans. Honum ber að vinna þau verkefni sem honum eru falin án þess að stöðugt þurfi að ganga eftir því að hann haldi sig að verki. Þá ber honum líka að sýna öllum samstarfsmönnum sínum, flokksstjórum og yfirmönnum Vinnuskólans, svo og öllum íbúum fyllstu kurteisi þegar hann er við vinnu. Sé unglingur með það alvarlegt ofnæmi að það hindri þátttöku í hefðbundnum störfum vinnuskólans ber honum að skila inn læknisvottorði því til staðfestingar.

Reglur Vinnuskólans má finna hér.