Aðstoð við innkaup vegna COVID-19

Fréttir

Sveitarstjórn samþykkir á fundi sínum þann 17. mars sl. að bjóða uppá að sækja vörur í matvöruverslanir fyrir einstaklinga sem tilheyra viðkvæmum hópum og ekki geta nálgast þær sjálfir sökum faraldursins.

Íbúar sem óska eftir aðstoð við matarinnkaup og/eða aðra aðstoð vegna faraldursins er bent á að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 463-0600 eða senda okkur tölvupóst á esveit@esveit.is.