Æfingaferð á Flateyjardalsheiði

Föstudaginn 28 mars lögðum við upp í Hjálparsveitarferð út á Flateyjardalsheiði.  Ferðinni var heitið inn í Heiðarhús, sem er gangnamannaskáli útá Flateyjardal.
Við hittumst að venju við Leiru þar sem við komum okkur í bíla og gerðum allt klárt.  Við vorum tólf talsins á báðum bílunum okkar, með báða sleðana og gamla snjóbílinn okkar Bangsa, auk einkasleða og fjórhjóls.  Þrír menn frá Týr á Svalbarðseyri slógust í för með okkur á sínum jeppa og tók Máni(risaeðlan) með sér trailerinn sinn(Arctic cat)J

Lesa frétt