Afmælishátíð og opið hús!

Föstudaginn 16. september næstkomandi verður haldið upp á 40 ára afmæli Hrafnagilsskóla og 20 ára afmæli Eyjafjarðarsveitar. Miklar framkvæmdir hafa verið á skólasvæðinu á þessu ári og verður þeim ekki að fullu lokið fyrr en í árslok. Þennan dag bjóða skólinn, skrifstofan og félagasamtök sem hafa aðstöðu á svæðinu gestum og gangandi að skoða húsakynni sín og kynnast  starfseminni sem þar fer fram.  Auk þess verður stutt dagskrá  í íþróttahúsinu  kl. 12:30.

Önnur dagskrá þennan dag er með þeim hætti að frá kl. 8:15-12:30 verður opið hús í Hrafnagilsskóla leik- og grunnskóladeild og Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Kl. 12:30 hefst stutt afmælishátíð í íþróttahúsinu og frá kl. 8:15-16:00 er skrifstofa Eyjafjarðarsveitar,  mötuneytið og Félagsborg með opið hús. Í Félagsborg mun Félag aldraðra kynna starfsemi sýna. Allir íbúar og gestir Eyjafjarðarsveitar eru hvattir til að taka þátt í dagskránni og heimsækja Hrafnagilsskóla þennan dag.

Heitt verður á könnunni. 

 Allir hjartanlega velkomnir