Áframhaldandi reiðvegauppbygging

Fréttir
Samningur undirskrifaður
Samningur undirskrifaður

Eyjafjarðarsveit og hestamannafélagið Funi skrifuðu undir áframhaldandi samstarfssamning um uppbyggingu reiðvega í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið leggur til fjárhæð allt að 2mkr á ári til ársloka 2023 gegn mótframlagi úr reiðvegasjóði og er þetta framlenging á fyrri samning.

Undanfarin ár hefur vel gengið að byggja upp reiðvegi í sveitarfélaginu sem stórauka umferðaröryggi á svæðinu og er það einmitt tilgangur verkefnisins. Funamenn eru stórhuga og hafa í hyggju að byggja upp á næstunni reiðvegi í efri byggð og við Eyjafjarðarbraut Eystri fram hjá Klauf.

Eyjafjarðarsveit hrósar hestamannafélaginu fyrir þá miklu vinnu sem þeir hafa lagt í uppbygginguna á síðustu árum.