Álagning fasteignagjalda

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2018 eru aðgengilegir á island.is. Kröfur hafa verið stofnaðar í heimabanka og eru reikningar aðgengilegir í rafrænum skjölum.

Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðil fasteignagjalda og/eða greiðsluseðla í pósti hafi samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar með tölvupósti á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600.