Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa gefið út leiðbeiningar vegna aðventu, jóla og áramóta 2020

Fréttir

Leiðbein­ing­ar al­manna­varna má finna í heild hér að neðan:

Það sem hafa þarf í huga yfir hátíðarn­ar vegna COVID-19

Aðvent­an er geng­in í garð og und­ir­bún­ing­ur hátíðanna nær fljót­lega há­marki. Rík hefð er fyr­ir því að fólk komi sam­an og njóti sam­ver­unn­ar og alls þess sem hátíðarn­ar hafa upp á að bjóða. Fyr­ir mörg okk­ar verður þessi tími frá­brugðinn því sem við erum vön líkt og með annað á þessu ári. Samt sem áður höf­um við ýmsa mögu­leika á því að gleðjast sam­an. Sum­ar at­hafn­ir fela í sér meiri áhættu en aðrar og þess­ar leiðbein­ing­ar inni­halda ráðlegg­ing­ar um það hvernig gott sé að haga mál­um yfir hátíðarn­ar.

 • Njót­um ra­f­rænna sam­veru­stunda
 • Eig­um góðar stund­ir með heim­il­is­fólk­inu
 • Velj­um jóla­vini (hverja við ætl­um að hitta yfir hátíðarn­ar)
 • Hug­um að heils­unni og stund­um úti­vist í fá­menn­um hópi
 • Versl­um á net­inu ef hægt er
 • Ver­um til­bú­in með inn­kaupal­ista þegar farið er að versla
 • Kaup­um máltíðir á veit­inga­stöðum og tök­um með heim
 • Ef við finn­um fyr­ir ein­kenn­um sem bent geta til COVID-19 þá er
  mik­il­vægt að vera heima, fara í próf og vera í ein­angr­un þar til niðurstaða ligg­ur fyr­ir.

Heim­boð og veit­ing­ar

 • Lát­um gesti vita um boðið með góðum fyr­ir­vara svo þeir hafi tæki­færi til að fara var­lega dag­ana fyr­ir boðið.
 • Fylgj­umst með þróun far­ald­urs­ins.
 • Virðum fjölda­tak­mark­an­ir og tryggj­um nánd­ar­mörk og ein­stak­lings­bundn­ar smit­varn­ir.
 • Forðumst sam­skots­boð („pálínu­boð) og hlaðborð.
 • Geym­um handa­bönd, faðmlög og kossa til betri tíma.
 • Hug­um að loftræst­ingu og loft­um út á meðan á boðinu stend­ur.
 • Bjóðum upp á grím­ur ef gest­ir kjósa, þvoum hend­ur og spritt­um
  okk­ur reglu­lega.
 • Tak­mörk­um sam­eig­in­lega snertifleti og þríf­um þá oft og reglu­lega.
 • Not­um grímu og þvoum okk­ur reglu­lega um hend­ur á meðan við út­bú­um mat­inn, ber­um hann fram og göng­um frá.
 • Tak­mörk­um fjölda fólks í eld­hús­inu eða þar sem mat­ur­inn er út­bú­inn og gengið er frá eft­ir mat­inn.
 • Tak­mörk­um notk­un á sam­eig­in­leg­um áhöld­um, svo sem tertu­hníf­um, kaffi­könn­um, mjólk­ur­könn­um og svo fram­veg­is.
 • Þvoum allt tau eft­ir hvert boð, svo sem dúka og tauserví­ett­ur.
 • Forðumst söng og há­vært tal, sér­stak­lega inn­an­dyra.

Gist­ing

Al­gengt er að vin­ir og/​eða fjöl­skyldumeðlim­ir dvelji sam­an yfir hátíðirn­ar á sama heim­ili. Mik­il­vægt er að vera búin að gera ráðstaf­an­ir ef gest­ir og/​eða heim­il­is­fólk veikj­ast af COVID-19 á meðan heim­sókn stend­ur. Við þurf­um að huga að sótt­kví, ein­angr­un,heil­brigðis­þjón­ustu og ferðalag­inu heim ef um gesti er að ræða. Hvort sem við gist­um að heim­an eða fáum sjálf gesti yfir hátíðirn­ar þurf­um við að huga vel að sótt­vörn­um, sér­stak­lega ef ein­hver er í áhættu­hópi.

Ferðalög til og á Íslandi

Jól­in eru ferðatími. Áður en við ferðumst á milli staða og hitt­um fólk þurf­um við að velta fyr­ir okk­ur eft­ir­far­andi atriðum.

 • Eru ein­hver til­mæli eða tak­mark­an­ir í gildi vegna ferðalaga? Á Íslandi þarf til að mynda að fara í sótt­kví við kom­una til lands­ins. Í boði er 14 daga sótt­kví sem hægt er að stytta um 7 daga ef farið er í sýna­töku við upp­haf og lok sótt­kví­ar.
 • Erum við eða ein­hver í okk­ar nána tengslaneti í áhættu­hópi?
 • Er smit­hætt­an á þínu bú­setu­svæði eða á svæðinu sem þú ætl­ar að ferðast til, mik­il eða að aukast?
 • Hvernig höf­um við og þau sem við ætl­um að heim­sækja hagað sam­skipt­um við aðra í tvær vik­ur fram að brott­för? Hafa átt sér stað náin sam­skipti við aðra en heim­il­is­fólk?
 • Verður erfitt að halda ná­lægðarmörk­in á meðan ferðalagi stend­ur (flug, rúta og/​eða bát­ur).
 • Er sam­ferðafólk okk­ar aðrir en heim­il­is­fólkið?

Í ferðalag­inu

 • Not­um grímu á meðan á ferðalag­inu stend­ur.
 • Forðumst að snerta grím­una, augu, nef og munn.
 • Höld­um fjar­lægð frá öðru fólki.
 • Þvoum okk­ur oft um hend­ur og/​eða not­um hand­spritt.

Koma til lands­ins

 • Fólk sem kem­ur til Íslands þarf að fara í sótt­kví og gera þarf ráðstaf­an­ir í tengsl­um við það. Síðasti dag­ur til að koma heim til Íslands og vera laus úr sótt­kví fyr­ir jól er 18.des­em­ber.
 • Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjöl­skyldumeðlimi og vini. Þau sem koma til lands­ins þurfa að taka flugrútu, leigu­bíl, bíla­leigu­bíl eða einka­bíl sem búið er að koma með út á flug­völl.

Rekstr­araðilar og fyr­ir­tæki

 • Tryggja þarf að skila­boð um gild­andi regl­ur og leiðbein­ing­ar á Íslandi, sé komið til starfs­manna fyr­ir­tækja þá sér­stak­lega far­and­verka­manna og þeirra sem eru af er­lend­um upp­runa.
 • Huga þarf vel að þrif­um á sam­kvæmt verklags­regl­um um þrif á COVID-19 tím­um.
 • Upp­lýs­ing­ar og leiðbein­inga­skilti um per­sónu­bundn­ar ein­stak­lings­bundn­ar smit­varn­ir séu sýni­leg ein­stak­ling­um á áber­andi stöðum.
 • Tryggja skal ná­lægðarmörk á milli ótengdra aðila.

Líkt og á öðrum tím­um þurf­um við að huga að per­sónu­leg­um sótt­vörn­um

 • Þvoum hend­ur reglu­lega
 • Virðum ná­lægðarmörk­in
 • Loft­um reglu­lega út
 • Not­um and­lits­grím­ur þegar við á
 • Þríf­um snertifleti reglu­lega

Áríðandi er að við vernd­um viðkvæma hópa og vernd­um þá yfir hátíðarn­ar.

Gleðilega hátíð!