Fréttayfirlit

Sinubrennur

Ekki á ábyrgð sveitarstjórna að veita heimild fyrir sinubrennu.
Miklar sinubrennur voru í Eyjafjarðarsveit um helgina. Margir hafa amast við þessum brennum og álitið það á valdi sveitarstjórna að stöðva þær.
30.04.2007

Barnfóstrunámskeið

Börn og umhverfi er námskeið á vegum íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna.
Nefndin niðurgreiðir námskeiðskostnaðinn verulega og því þurfa þátttakendur einungis að greiða 1.500.-

30.04.2007

Fréttatilkynning frá Tónlistarhúsinu Laugarborg


Tónleikar Péturs Jónassonar gítarleikarar sem vera áttu í Laugarborg sunnudaginn 22. apríl falla niður vegna veikinda.
Tónlistarhúsið Laugarborg
20.04.2007

Óheimil efnistaka

Óheimil efnistaka og samþykkt sveitarstjórnar um aðgerðir gegn henni.
Verktakar hafa sumir hverjir vikið sér undan þeirri skyldu að sækja um leyfi til efnistöku úr Eyjafjarðará og úr ósasvæðinu vestan Eyjafjarðarbrautar eystri.
17.04.2007

Rannsókn á áhrifum efnistöku

Sveitarstjórn Eyjafjarðar hefur ákveðið að láta fara fram rannsókn á áhrifum efnistöku úr Eyjafjarðará og vatnasviði hennar á lífríki árinnar.
17.04.2007

Efnistaka úr Eyjafjarðará

Á undanförnum árum hefur efnistaka úr Eyjafjarðará farið vaxandi og virðist eftirspurn eftir efni úr ánni vera að stóraukist.
17.04.2007

Fögnum nýju sumri á Melgerðismelum

Sumargleði Hestamannafélagsins Funa verður á Melgerðismelum
fimmtudaginn 19.apríl kl. 14:00.

Jötunvélar og Brimborg verða með vélasýningu á flötinni við Funaborg. Einnig verða ýmis húsdýr með afkvæmi og teymt verður undir börnunum.

Náttúrulist, sýnendur Þórey og Linda Tómasdætur. Charlotte sýnir myndir ásamt handverki t.d. miðaldarkjólar. Og auðvitað verður hið víðfræga kaffihlaðborð Funa opið gegn vægu gjaldi.
16.04.2007

Dagur umhverfisins

Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar efnir til fræðslufundar um umhverfismál á Degi umhverfisins 25. apríl nk. Fundurinn verður haldinn í Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit og hefst kl. 20:00.
Dagskrá fundarins verður þessi:
Sigurður Friðleifsson: Hrein orka og útblástursmál á Íslandi.
Ásgeir Már Andrésson: Vistvænt eldsneyti.
Brynhildur Bjarnadóttir: Kolefnisbinding með Skógrækt.
16.04.2007

Páskaganga

Hjálparsveitin Dalbjörg stendur fyrir árlegri páskagöngu föstudaginn langa 6. apríl. Gangan mun hefjast kl. 10, gengið er frá Steinhólum og er þátttökugjald 500 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir 12 ára og yngri. Genginn verður hringurinn í gamla Saurbæjarhreppi og verða bílar Hjálparsveitarinnar á staðnum og sjá um að koma þeim sem ekki vilja ganga alla leið aftur í hús. Við hvetjum alla eindregið til að mæta með fjölskylduna og eiga góðan dag. Að göngu lokinni verður svo boðið upp á kaffi og djús í húsi Hjálparsveitarinnar.
02.04.2007

Páskabingó hestam.fél. Funa

Hið sívinsæla páskabingó Hestamannafélagsins Funa verður haldið 7. apríl klukkan 14 í Funaborg Melgerðismelum. Fjöldi glæsilegra vinninga í boði.

02.04.2007