Fréttayfirlit

Þjóðlendukröfur

Fjármálaráðherra f. h. íslenska ríkisins hefur nú afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi (syðri hluti) „sbr. 10. gr. laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998“ eins og segir í tilkynningu frá óbyggðanefnd dags. 26. mars 2008. Um er að ræða hluta af kröfusvæði 7 sem hefur verið skipti í norður- og suðurhluta. Svæðið sem nú er tekið til meðferðar „afmarkast í megindráttum af Fnjóská í austri, að norðan af Hörgá og Öxnadal og Öxnadalsheiði í Eyjafirði, og Norðurárdal og Norðurá í Skagafirði, en vestan þess af norðurmörkum svokallaðrar Eyvindarstaðaheiði og Blöndu,“ sbr. kröfulýsinguna.
Sjá yfirlitsmynd
03.04.2008

Auglýsing um skipulag í Eyjafjarðarsveit.

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá og með 27. mars til og með 25. apríl 2008. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 9. maí 2008. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögurnar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.
03.04.2008

Guðmundur ráðinn sveitarstjóri

Gengið hefur verið frá ráðningu Guðmundar Jóhannssonar í stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar. Guðmundur er Akureyringur kvæntur Evu Þórunni Ingólfsdóttur og eiga þau fjögur börn. Gert er ráð fyrir að Guðmundur taki til starfa í maí.
01.04.2008