Fréttayfirlit

Reykskynjarayfirferð Dalbjargar 2008

Frá Björgunarsveitinni Dalbjörgu: Hin árlega reykskynjarayfirferð Dalbjargar verður farin helgina 1. – 2. nóvember. Þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, við munum fara í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður fyrir reykskynjara og einnig er hægt að panta slökkvitæki og sjúkrakassa hjá okkur.
Einnig munum við hafa Neyðarkallinn til sölu sömu helgi. Sala á honum er góð fjáröflun fyrir hjálparsveitina og því vonumst við eftir góðum móttökum eins og undanfarin ár.
Nánari upplýsingar hjá Elmari í síma 8917981.

24.10.2008

Anna Guðný í Laugarborg

annagudnygudmunds_120 Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari heldur tónleika í Tónlistarhúsinu Laugarborg sunnudaginn 26. október  kl. 15.00. Efnisskrá: Oliver Messiaen / Tuttugu tillit til Jesúbarnsins

Tilefni tónleikanna er aldarafmælis tónskáldsins og hálfrar aldar afmæli píanóleikarans.

24.10.2008

Myndir frá leikjaskóla ÍTE

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni okkar, stendur íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar fyrir leikjaskóla fyrir 3. – 5. ára börn nú á haustmánuðum.
Ritstjórn heimasíðunnar bárust skemmtilegar myndir frá fyrstu kennslustundinni sem sjá með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Myndir frá leikjaskóla ÍTE
22.10.2008

Djass í Laugarborg

FRÉTTATILKYNNING FRÁ TÓNLISTARHÚSINU LAUGARBORGmargot_gunnar_120

Tónleikar fimmtudaginn 23. október kl. 20.30
Aðgangseyrir kr. 2.000,-

Flytjendur:
Margot Kiis / söngur
Gunnar Hrafnasson / kontrabassi

Á dagsskránni verða ýmis erlend og íslensk djasslög í útsetningum eftir Margot og Gunnar.

21.10.2008

Sundleikfimi fyrir aldraða

Sundleikfimi fyrir aldraða

15.10.2008

Leikjaskóli fyrir 3 til 5 ára

Leikjaskóli fyrir börn á aldrinum 3. – 6. ára
15.10.2008

Frá Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar


Íþrótta og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar stendur fyrir 2 námskeiðum  nú í haust.
Upplýsingar um námskeiðin má fá með að smella á tenglana hér að neðan.

Leikjaskóli fyrir börn á aldrinum 3. – 6. ára

Sundleikfimi fyrir aldraða

15.10.2008

Loksins ADSL


Samkvæmt fréttum frá Símanum er nú loks séð fyrir endann á uppsetningu ADSL  og Sjónvarpi Símans í Reykárhverfi. Þeir notendur sem eru innan 6 km línuleiðar frá stöð, geta nýtt fulla þjónustu kerfisins en hún takmarkast við lengri leiðir. Í prófun er nýr búnaður hjá Símanum sem gerir kleift að flytja ADSL og Sjónvarpsmerkið á lengri línuleiðum. Reikna má með að sá búnaður verið tekin í notkun á nýju ári.

10.10.2008

Tónleikar í Laugarborg

annaltil_120Anna Áslaug Ragnarsdóttir leikur á píanó
Sunnudaginn 5. október 2008 kl. 15:00
Aðgangseyrir kr. 2.000,-
Tónlistarhúsið Laugarborg


03.10.2008

Hrossasmölun - gangnaseðlar

Gangnaseðlar vegna hrossasmölunar 3. og 4. október n. k. eru nú aðgegnilegir hér heimasíðunni. Seðlunum verður dreift með Auglýsingablaðinu á morgun, laugardaginn 27. september 2008.
Sjá gangnaseðla

26.09.2008