Fréttayfirlit

Aðalfundur UMF Samherja

Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja verður haldinn mánudaginn 2. mars, kl. 20:30.

Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Lagabreytingar
- Starfið framundan
- Önnur mál

Kaffi og veitingar í boði
Fjölmennum!

Stjórnin.

 

16.02.2009

Val á draumasveitarfélaginu

Eyjafjarðarsveit  er útnefnt í 3. sæti við val á  draumasveitarfélaginu árið 2008, vegna ársins 2007, í Vísbendingu, vikuriti um viðskipti og efnahagsmál.
Vísbending gefur sveitarfélögunum einkunn samkvæmt nokkrum mælikvörðum sem vikuritið gengur út frá og fær Eyjafjarðarsveit 6,7. 
16.02.2009

MYRKIR MÚSIKDAGAR 2009


Tónlistarhúsið Laugarborg

Emil Friðfinnsson, horn
Þórarinn Stefánsson, píanó

Emil og Þórarinn verða fulltrúar Myrkra Músikdaga fyrir norðan en þeir félagar áttu frábæra tónleika í Hafnarborg sl. þriðjudag.  Þeir munu endurtaka stórglæsilega dagskrá sína í Tónlistarhúsinu Laugarborg föstudaginn 13. febrúar n. k. kl. 20.00 (ekki 19.30 eins og stendur í hátíðarbæklingi).
Á dagskránni eru m.a. verk eftir Tryggva M. Baldvinsson, Jónas Tómasson og Óliver Kentish.
 
12.02.2009