Fréttayfirlit

Fréttatilkynning frá söfnunum við Eyjafjörð

Fréttatilkynning frá söfnunum við Eyjafjörð

Safnadagurinn 2009  er afrakstur öflugs samstarfs safnafólks við Eyjafjörð styrkt af Akureyrarstofu, Sérleyfisbílum Akureyrar, Saga Capital og Norðurorku.

Auglýsing safnanna við Eyjafjörð

30.04.2009

Upphaf framkvæmda við Hólavatn


holavatn_120 Föstudaginn 17. apríl var undirritaður verksamningur á milli sumarbúðanna á Hólavatni og Loftorku um framleiðslu á forsteyptum einingum fyrir nýjan skála sem rísa mun á Hólavatni.
28.04.2009

Tónleikar Skólakórs Hrafnagilsskóla

Skólakór Hrafnagilsskóla verður með tónleika í Laugarborg sunnudaginn 3. maí kl. 15:00. Undirleikari er Daníel Þorsteinsson. Kristjana Arngrímsdóttir söngkona ætlar að syngja með kórnum nokkur lög ásamt hljómsveit hússins en hana skipa: Þorvaldur Yngvi Schiöth á vibrafón, Brynjólfur Brynjólfsson á gítar og Eiríkur G. Stephensen á kontrabassa.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Með kærri kveðju, Skólakór Hrafnagilsskóla og María Gunnarsdóttir kórstjóri
28.04.2009

Smámunasafnið 2. maí


Eyfirski safnadagurinn 2. maí á Smámunasafninu opið milli kl. 11:00 og 17:00.

Hadda verður með námskeið í að endurnýta gamlar flíkur. Námskeiðið verður milli kl. 14:00 og 17:00, kostar kr. 6000.- efni innifalið. Leikfangasýningin er enn í gangi, kvikmyndin "Gamalt er gott" á sínum stað.

Léttar veitingar í boði og enginn aðgangseyrir. Verið velkomin. www.smamunasafnid.is

27.04.2009

Atvinna á Krummakoti


Starfsfólk óskast.
Leikskólinn Krummakot óskar að ráða starfsmann í ræstingu. Vinnutími er frá 13:00 – 17:00. Upplýsingar veitir Þorvaldur skólastjóri Krummakots í síma:  4648120 /4648122
Netfang krummakot@krummi.is Heimasíðuslóð: http://www.krummakot.krummi.is

24.04.2009

Sumarfagnaður á Melgerðismelum


Á Sumardaginn fyrsta verður sumarfagnaður á Melgerðismelum að hætti Funamanna og hefst kl. 14:00.

Hestamannafélagið Funi

17.04.2009

Fundur með frambjóðendum Framsóknarflokksins

Fundur með frambjóðendum okkar í Blómaskálanum Vín, þriðjudagskvöldið 21. apríl kl. 20:30.
Framsóknarflokkurinn í Norðausturkjördæmi

16.04.2009

Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár


Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár 2009, verður haldinn í Funaborg, Melgerðismelum, þriðjudagskvöldið 28. apríl kl. 20.30.
Að gefnu tilefni hvetjum við landeigendur til að mæta á fundinn, taka þátt í umræðum og kosningum.

16.04.2009

Páskaganga og vöfflukaffi


Eins og undanfarin ár verður páskaganga Dalbjargar á föstudaginn langa, þann 10. apríl. Gangan hefst við Bangsabúð kl. 10 og genginn verður innri Saurbæjarhringurinn sem er u.þ.b. 26 km. Bílar frá Dalbjörg verða á staðnum eins og venjulega og flytja þá sem ekki vilja ganga alla leið aftur í Bangsabúð.
08.04.2009

Páskaopnun Sundlaugar Eyjafjarðarsveitar


OPIÐ ALLA PÁSKANA Í SUND

frá skírdegi til annars í páskum

frá kl. 10:00 – 20:00

06.04.2009