Fréttayfirlit

Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010


Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með 26. febrúar 2010 til kjördags, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.

Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 24. febrúar 2010,
Emilía Baldursdóttir, Jón Jóhannesson, Níels Helgason

25.02.2010

Frá Foreldrafélagi Krummakots


Þá er það komið á hreint!! Sunnudaginn 7. mars kl. 14 verður nemendum Krummakots boðið á leiksýningu Freyvangsleikhússins um Dýrin í Hálsaskógi. Dagana 1.-3. mars munu skráningalistar hanga á töflunum við hverja deild og er óskað eftir því að þeir foreldrar sem ætla að nýta þetta boð skrái börn sín og aðra fjölskyldumeðlimi sem einnig ætla á sýninguna. Félagið hefur tekið frá miða á sýninguna og staðfestir lokatölur allra miðvikudaginn 3. mars! Höfum það gaman saman þennan fyrsta sunnudag í mars og munum eftir myndavélunum, því dýrin heilsa upp á krakkana eftir sýningu.
Kær kveðja, Foreldrafélagið

19.02.2010

Öskudagur 2010


Öskudagurinn er alltaf líflegur í Eyjafirði. Hér má sjá myndir af öskudagsliðum sem litu við á skrifstofu sveitarfélagsins og glöddu starfsfólkið með söng.

picture_003_120  picture_005_120

17.02.2010

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Dýrin í Hálsaskógi

dyrin_i_halsaskogi_120
Miðapantanir er í síma 857 5598 frá kl.17:00 virka daga og 10:00 um helgar. Einnig er hægt að kaupa miða í Pennanum/Eymundsson Hafnarstræti Akureyri (á annarri hæð) og á www.freyvangur.net

Laugardagur 13. febrúar kl. 14:00.   Frumsýning – Uppselt
Sunnudagur 14. febrúar kl. 14:00.   2. sýning – Uppselt
Laugardagur 20. febrúar kl. 14:00.  3. sýning – Uppselt
Laugardagur 20. febrúar kl. 17:00.  4. sýning- Aukasýning – Uppselt
Laugardagur 27. febrúar kl. 14:00.  5. sýning – Örfá sæti laus
Sunnudagur 28. febrúar kl. 14:00.  6. sýning - Laus sæti

VELKOMIN Í FREYVANGSLEIKHÚSIÐ

12.02.2010

Sýning í Blómaskálanum Vín - Dagur leikskólans


Þann 6. febrúar s. l. var Dagur leikskólans og í tilefni hans ætlum við í Krummakoti  að halda sýningu á verkum barnanna í Blómaskálanum Vín. Sýningin mun standa yfir í 2 vikur.
Kveðja frá Leikskólanum Krummakoti.

08.02.2010

Karlakórinn Heimir í Laugarborg


Karlakórinn Heimir í Skagafirði minnist Örlygsstaðabardaga
Þrettándaverk Karlakórsins Heimis "Upp skalt á kjöl klífa" verður flutt í Tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudagskvöldið 11. febrúar kl 20.30. Sjá auglýsingu.

Hér er raunar um meira en tónleika að ræða því hér er á ferðinni samþætt dagskrá texta, tóna og hljóðmyndar sem byggir á frásögn Sturlungu af einum dramatískasta atburði 13. aldar á landinu - Örlygsstaðabardaga í Skagafirði. Flutningurinn hefur þegar vakið lukku í Miðgarði í Skagafirði, menningarhúsinu með útsýni yfir vígvöllinn forna og í stórborgunum Hvammstanga og Reykjavík.

05.02.2010

Árshátíð unglingastigs Hrafnagilsskóla


Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 12. febrúar n.k. Hún hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:30. Ekið er heim að balli loknu.
Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af Klístri (Grease) og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika sjá nemendur um búninga, förðun og ýmsa tæknivinnu á sýningunni.
Verð aðgöngumiða er 600 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri og 1.100 kr. fyrir þá sem eldri eru. Veitingar á hlaðborði eru innifaldar í miðaverðinu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.


04.02.2010