Fréttayfirlit

Hestamenn athugið!

Haldinn verður forvarnar- og fræðslufyrirlestur að Funaborg sunnudaginn 28 nóvember.
Fulltrúi frá VÍS kemur og verður með kynningu á tryggingum fyrir hesta og hestamenn.
Elfa Ágústsdóttir dýralæknir fer yfir helstu slysagildrur í hesthúsum, hvers ber að varast þegar hestar eru teknir á hús og hvað er gott að eiga til í sjúkrakassanum.
Lífland mætir á svæðið og verður með öryggisbúnað til sýnis.

Húsið opnar kl. 15:30 og fyrirlestrar hefjast kl. 16:00, opnað verður fyrir umræður að fyrirlestrum loknum.

F.h. fræðslunefndar Funa
Edda Kamilla

22.11.2010

Kosningar til stjórnlagaþings 27.11.2010

Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit vegna kosninga til stjórnlagaþings þann 27. nóvember 2010, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með 17. nóvember 2010 til kjördags.
Opnunartími skrifstofunnar er milli kl. 10-14.

Kjörfundur hefst kl. 10 og lýkur kl. 18. Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935. Kjörstjórn í Eyjafjarðarsveit þann 16. nóvember 2010 eru Emilía Baldursdóttir,  Níels Helgason og  Ólafur Vagnsson.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

15.11.2010

Jólabazarinn

   
Jólabazarinn “Undir Kerlingu” í landi Fífilbrekku, Eyjafjarðarsveit verður haldinn
20. nóv. kl. 13.00 – 17.00.
Boðið upp á ýmiss konar listmuni, gómsæta vöru, uppákomur og draumaspeglanir í fallegu umhverfi. Forn vöruskipti verða m.a. í heiðri höfð.
Jólabazarinn er haldinn í samstarfi við Mardöll – félag um menningararf kvenna.
Nánari upplýsingar hjá Höddu í síma 8998770 og hadda@simnet.is
Sjá nánar á http://www.mardoll.blog.is/
Við erum undir berum himni, svo klæðið ykkur samkvæmt því.

15.11.2010

Skoðanakönnun um sorphirðumál í Eyjafjarðarsveit

Niðurstöður skoðanakönnunar um sorphirðumál í Eyjafjarðarsveit, má lesa hér (klikkið á orðið hér). Sjá má tillögu umhverfisnefndar sem tekin var, meðal annars út frá niðurstöðum könnunarinnar, í fundargerð frá 102. fundi nefndarinnar dags. 8.11.2010. Fundargerðin er hér á síðunni undir fundargerðir.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

12.11.2010

Allra heilagra messa


Á allra heilagra messu sunnudaginn 7. nóvember verður kvöldmessa í Munkaþverárkirkju með altarisgöngu kl. 21. Minnst verður látinna og beðið fyrir syrgjendum. Kórinn hefur æft upp söngdagskrá og verður flutt Credó úr Munkaþverárhandrituna frá 1473. Daníel Þorsteinsson, organisti, kynnir hér þetta verk í stuttum pistli og annan tónlistarflutning:

"Grúskað í fornum skinnhandritum:
Kirkjukór Laugalandsprestakalls flytur hluta af Credo in unum deum eða Trúarjátninguna úr Munkaþverárhandritinu frá 1473. Skinnhandrit þetta fannst hjá almúgabónda einum í Eyjafirði og barst þaðan til Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn árið 1715. Handritið, sem talið er skrifað af Jóni Þorlákssyni í klaustrinu á Munkaþverá, er einhver fyrsta heimild um raddaðan söng á Norðurlöndum og í raun einskonar afsprengi Gregorsöngs og hins rammíslenska tvísöngs.
 
Að auki mun kórinn flytja tvo sálma séra Hallgríms Péturssonar Nú vil ég enn í nafni þínu og Kvöldvers, enskan kórvesper eða aftansöng við 23. Davíðssálm, Ave Maria eftir Nyberg og lag Beethovens Hljóða nótt."

Nánari upplýsingar: smellið á eftirfarandi link:
Fréttabréf Laugalandsprestakalls á pdf formi.

03.11.2010

Messa í Hólakirkju sunnudaginn 31. október kl. 11


Messa í Hólakirkju sunnudaginn 31. október kl. 11 - Siðbótardagurinn
Kór Lauglandsprestakall syngur undir stjórn Daníels Þorsteinssonar.
Fermingarbörn aðstoða við messuna.
Ræðuefni: Sólirnar þrjár
Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson
Upplýsingar um kirkjustarfið á vefslóðinni: www.kirkjan.is/laugalandsprestakall
28.10.2010

Skoðanakönnun um sorphirðumál í Eyjafjarðarsveit

Skoðanakönnunin sem er aftan á Auglýsingablaði 564. tbl. 22.10.2010, er hægt að nálgast hér.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

22.10.2010

Svifvængjasetur Norðurlands

Félagar hjá Svifvængjasetri Norðurlands www.paragliding.is fengu afnot af flugvellinum á Melgerðismelum fyrir skömmu, til að draga sig upp á svifvængjum. Sendu félagarnir þetta myndband til að sýna frá þessum atburði.
http://www.vimeo.com/15765917

14.10.2010

Messa í Grundarkirkju sunnudaginn 17. október kl. 11

Messa í Grundarkirkju sunnudaginn 17. október kl. 11
Kór Lauglandsprestakalls flytur söngva úr nýjasta Söngvasveignum undir stjórn Daníels Þorsteinssonar
Ræðuefni: Ókeypis - Guð
Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson

Upplýsingar um kirkjustarfið á vefslóðinni: www.kirkjan.is/laugalandsprestakall

13.10.2010

Félögin unnu óeigingjarnt starf á Handverkssýningunni 2010

Á síðastliðnum sveitarstjórnarfundi var samþykkt tillaga sýningarstjórnar Handverkssýningarinnar 2010, að úthluta ágóða sýningarinnar eða um þrem milljónum króna á milli þeirra félaga sem að sýningunni unnu og þeirri fjárhæð skipt á milli þeirra eftir vinnuframlagi. Þau félög sem um ræðir eru: Hestamannafélagið Funi, Kvenfélögin Aldan-Voröld, Hjálpin og Iðunn, UMF. Samherjar, Hjálparsveitin Dalbjörg og Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.
Einnig var samþykkt að Handverkssýningin 2011 verði með svipuðu sniði og 2010 og að sýningarstjórn Handverkssýningarinnar verði óbreytt.

Á myndinni má sjá fulltrúa áðurnefndra félaga, ásamt sýningarstjórn Handverkshátíðar 2010, við þetta tilefni.
07.10.2010