Fréttayfirlit

Konukvöld í Blómaskálanum Vín

Föstudaginn 1.október, húsið opnar kl. 21:00. Aðgangur ókeypis.
Fordrykkur í boði á meðan birgðir endast. Tískusýning frá Gallabuxnabúðinni með nýjustu kvensniðunum í gallabuxum frá Bessie. Skór frá Mössubúð. Orkulundur kynnir Yoga, hómópata ofl. Spámiðill Jóna Friðriks les frítt í Tarotspil. Hár og Heilsa með nýjasta í hári og förðun. Danssýning frá Príma MA. Forever Living kynning, sjálfstæður söluaðili Sigrún L. Sigurðard.
Happadrætti og óvæntur glaðningur.
Sjá nánari auglýsingu hér.
Gallabuxnabúðin, Hafnarstræti 106, göngugötunni Akureyri, Sími: 463 3100

01.10.2010

Kvöldmessa í Kaupangskirkju sunnudaginn 3. okt. kl. 21

Kór kirkjunnar undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista leiðir söng.
Notalega kvöldkyrrð í kirkjunni.
Ræðuefni: Tíu boðorð á 21. öld.
Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson

Ljósmynd: Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði
29.09.2010

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, vetraropnunartími

Mánudaga frá kl. 9:00-12:45 og 13:00-16:00.
Þriðjudaga frá kl. 9:00-12:45.
Miðvikudaga frá kl. 9:00-12:45.                                          
Fimmtudaga frá kl. 9:00-12:45.
Föstudaga frá kl. 9:00-12:45.
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns eða lestrar á staðnum.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan.  Ekið er niður með skólanum að norðan.  Einnig er hægt að ganga um sundlaugarinngang og þaðan niður á neðri hæð.
Sími bókasafnsins er 464-8102

28.09.2010

Hrossasmölun 2010

Hér fyrir neðan eru gangnaseðlar fyrir hrossasmölun 2010.

Hrossasmölun Hrafnagilsdeild

Hrossasmölun Öngulsstaðadeild

Hrossasmölun Saurbæjardeild

23.09.2010

Stóðréttardansleikur

Stóðréttardansleikur verður haldinn í Funaborg þann 2. október n.k. kl. 23:00. 
Húsið opnar kl: 22:00.
Hljómsveitin Cantabil leikur fyrir dansi fram á nótt.
Miðaverð aðeins kr. 1500.-
Nú er um að gera rífa sig upp úr sófanum og skella sér á alvöru sveitaball.
Hestamannafélagið Funi

22.09.2010

Sunnudagaskólinn í Eyjafjarðarsveit

Sunnudagaskólinn í Eyjafjarðarsveit hefst á ný 12. september


Sunnudagskólinn hefur göngu sína þetta haustið sunnudaginn 12. september kl. 11. Samverurnar verða eins og verið hefur í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. Öll börn eru velkomin, alveg sama á hvaða aldri þau eru og einnig þykir okkur einstaklega gaman að fá foreldra með á samverurnar. Samverur verða svo fram að jólum á eftirtöldum dagsetningum: 26. sept, 10. okt, 24. okt, 7. nóv, 21. nóv og 5. des. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Með kveðju frá Brynhildi, Hrund og Katrínu.

Nánari upplýsingar:
http://kirkjan.is/laugalandsprestakall/2010/09/sunnudagaskolinn-i-eyjafjar%c3%b0arsveit-hefst-a%c3%b0-ny-12-september/#more-61

09.09.2010

Álagningarseðlar 2010

Hér að neðan má sjá gangnaseðla fyrir fjárgöngur  í Eyjafjarðarsveit. Á þeim koma fram þeir aðilar sem sleppa fé á afrétt auk Fjallskilasjóðs. Göngur eru lagðar á fjáreigendur eftir fjárfjölda, þó mismunandi eftir deildum og svæðum. Á seðlunum má sjá hvar er um 1/2 dagsverk að ræða og hvað gert er ráð fyrir mörgum mönnum í 1. og 2. göngur.

Öngulstaðadeild fjárgöngur

Saurbæjardeild fjárgöngur

Hrafnagilsdeild fjárgöngur


27.08.2010

Göngur og réttir 2010

1. göngur verða 4.-5. sept. nema norðan Fiskilækjar þar verða þær 11. sept.
Réttað verður laugardaginn 4. september í Hraungerðisrétt og Möðruvallarétt þegar gangnamenn koma að, og sunnudaginn 5. september í Þverárrétt ytri kl. 10.

2. göngur verða 18.-19. sept.

Hrossasmölun verður 1.-2. október.
Stóðréttir verða laugardaginn 2. okt. í Þverárrétt ytri kl. 10 og Melgerðismelarétt kl. 13.

 

17.08.2010

Aðsóknarmet slegin á Handverkshátíð

Það má með sanni segja að Handverkshátíð við Hrafnagilsskóla hafi farið vel af stað þessa fyrstu tvo daga.  Aðsóknarmet voru slegin strax fyrsta daginn.  Hátíðin verður opin í dag sunnudag og á morgun mánudag klukkan 12-19.  Fjöldi viðburða verða á dagskrá en hæst ber að nefna svokallaðan brunaslöngubolta en sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mun etja kappi við nágrannasveitarstjórnir á Eyjafjarðarsvæðinu.  Leikar hefjast klukkan 14:30.  Rúningur, tískusýningar, söguþorp, fegurðarsamkeppni landnámshænsna og fleira hafa glatt gesti hátíðarinna og mun gera næstu tvo daga.   Á hátíðarsamkomu í gærkvöldi voru verðlaun veitt fyrir sölubás ársins en Volcano design og Krista design fengu þann titil.  Einnig er Handverksmaður ársins 2010 valinn hvert ár og nú var það Ragnar Arason rennismiður frá Höfn í Hornafirði sem fékk þennan eftirsóknarverða titil.

img_1181_400 

08.08.2010

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á nágranna sína

Um næstu helgi verður Eyjaförður undirlagður í hátíðum en Handverkshátíð verður haldin dagana 6.-9.ágúst.  Meðal viðburða í tengslum við hátíðina verður brunaslöngubolti þar sem sveitarstjórnir á Eyjafjarðarsvæðinu munu takast á.  Leikirnir fara fram á fótboltavellinum við hátíðarsvæðið n. k. sunnudag og hefjast kl. 14:30.  Búist er við fjörugum kappleik.  Sveitarstjórnir sem taka þátt eru Grýtubakkahreppur, Svalbarðasstrandahreppur, Hörgárbyggð, Akureyri og Eyjafjarðarsveit.

Brunaslöngubolti fer þannig fram að spilað er á fótboltavelli með tvö mörk.  Markmaður hvors liðs fær brunaslöngu sem nýta skal til varnar.  Liðin eiga svo að keppast við að skora mark hjá andstæðingnum og þá sérstaklega að komast framhjá brunaslöngumarkmanninum.

brunaslongubolti04_400

04.08.2010