Fréttayfirlit

Fréttatilkynning frá F-listanum

F-listinn kynnir framboð til sveitarstjórnarkosninga 2010

Í framboði fyrir F-listann er hópur einstaklinga með breiðan og ólíkan bakgrunn sem á það sameiginlegt að vilja vinna af metnaði og ábyrgð í þágu sveitarfélagsins.
05.05.2010

Fréttatilkynning frá H-listanum


H-listinn kynnir framboð til sveitarstjórnar í Eyjafjarðarsveit fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en listinn á nú 4 sitjandi fulltrúa af 7 í sveitarstjórn.
30.04.2010

Opnunartími sundlaugar 1. maí


Opið 1. maí frá kl. 10:00 - 17:00

FJÖLSKYLDAN Í SUND
FRÍTT FYRIR 15 ÁRA OG YNGRI

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

30.04.2010

Hjólað í vinnuna

Dagana 5.-25. maí mun vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna standa yfir í áttunda sinn. Keppt verður í 7 fyrirtækjaflokkum um flesta daga og um flesta kílómetra, mælt hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna. Allir sem nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu geta tekið þátt, hvort sem það er gengið, hlaupið eða hjólað.
Með sumarkveðju, Íþrótta- og tómstundanefnd

29.04.2010

Gatnagerðargjald Reykárhverfi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur breytt 8. gr.  samþykktar um gatnagerðargjald í Reykárhverfi þannig að húsbyggjendur geta nú sótt um mun hærri afslætti frá gjaldskrá en áður var. 

07.04.2010

Opnunartími sundlaugar um páska


Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar Reykárhverfi
:
Opið alla páskana frá skírdegi til annars í páskum 10:00 – 20:00.
Fjölskyldan í sund - Frítt fyrir 15 ára og yngri.

Sjá gjaldskrá og almenna opnunartíma hér

30.03.2010

Páskaopnun Smámunasafns

Smámunasafn Sverris Hermannssonar verður opið um páskana 1. - 5. apríl milli kl. 14 og 17. Rjúkandi kaffi og vöfflur, gallerý með eyfirsku handverki og antikmunum úr ýmsum áttum.
Sjá heimasíðu Smámunasafnsins
24.03.2010

Frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Síðustu innritunardagar fyrir næsta skólaár
Síðustu innritunardagar fyrir næsta skólaár hjá Tónlistarskóla Eyjafjarðar eru í dag, þriðjudag 23. mars, kl. 12.00-13.00 og 19.00-21.00 og á morgun miðvikudag 24.mars kl. 13.00-16.00.
Nemendur sem ekki verða skráðir geta ekki búist við að hægt verði að veita þeim inngöngu í skólann næsta vetur
Skólastjóri.
23.03.2010

Fréttatilkynning


Að beiðni stjórnenda Hrafnagilsskóla er eftirfarandi hér með komið á framfæri:

Ágætu sveitungar.
Eins og flestum er kunnugt greindist Sigurður Andrés Sverrisson nemandi í 7. bekk Hrafnagilsskóla með krabbamein fyrir stuttu. Næstu mánuði þarf hann, ásamt foreldrum sínum, að dvelja í Reykjavík vegna lyfjameðferðar sem fer fram á Barnaspítala Hringsins. Líkt og gefur að skilja hefur orðið svo mikil breyting á högum þeirra að þörf er á samhug og samhjálp okkar allra. Því hefur verið stofnaður reikningur í Landsbankanum sem allir geta lagt inn á. Um leið og við sendum Sigurði Andrési bestu batakveðjur fá foreldrar hans og fjölskylda jafnframt okkar hlýjustu óskir.
Hér fylgja upplýsingar um reikninginn:
Kennitala: 300797-3779
Reikningsnúmer: 162-15-383413

Skólastjóri

22.03.2010

Efnistökusvæði - Kynningarfundur

Kynningarfundur um fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 23. mars kl. 20.30. Þar verða kynntar hugmyndir um 14 ný efnistökusvæði í og við Eyjafjarðará og ný efnisnáma í Hvammi.

Nánari upplýsingar um fundinn og ítarefni má sjá hér

18.03.2010