Fréttayfirlit

Tilboð í sorphirðu í Eyjafjarðarsveit

Þriðjudaginn 1. mars 2011 kl. 13:00 voru opnuð tilboð í sorphirðu í Eyjafjarðarsveit 2011-2015 í fundarsal Eyjafjarðarsveitar.

01.03.2011

Tilboð í breytingar á 2. hæð heimavistarhúss Hrafnagilsskóla

Þriðjudaginn 1. mars 2011 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í vinnu við breytingar og innréttingar á 2. hæð heimavistarhúss Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
01.03.2011

Dalbjörg býður þér í heimsókn

Hjálparsveitin verður með opið hús í Bangsabúð við Steinhóla fyrir sveitunga og velunnara á afmælisdaginn okkar laugardaginn 5. mars frá kl 14:30-17. Við viljum bjóða þér að koma og kynna þér starfsemi hjálparsveitarinnar, auk tækja og búnaðar. Ný endurbættur björgunarsveitarjeppi verður formlega tekinn í notkun. Við hvetjum alla til að heiðra okkur með nærveru sinni þennan dag, þiggja veitingar og njóta dagsins með okkur.

Hlökkum til að sjá ykkur
Hjálparsveitin Dalbjörg Eyjafjarðarsveit.

 

28.02.2011

Fundarboð 399. fundar sveitarstjórnar 1.03.11

399. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi,
þriðjudaginn 1. mars 2011 og hefst kl. 15:00

28.02.2011

Ágætu íbúar Eyjafjarðarsveitar

Undirbúningur Handverkshátíðarinnar er þegar hafinn. Umsóknarfrestur til þátttöku rennur út 1. maí n.k. og nú þegar hefur fjöldi umsókna borist.
Heimasíða hátíðarinnar verður uppfærð á næstunni og allir þeir sem hafa upp á að bjóða einhverskonar þjónustu eða afþreyingu eru beðnir um  að senda upplýsingar á netfang hátíðarinnar: handverk@esveit.is
Hlakka til að vinna með ykkur.
Bestu kveðjur, Ester Stefánsdóttir Framkv. st. Handverkshátíðar 2011

24.02.2011

Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð

Ný fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð hefur verið staðfest af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, dags. 10. febrúar 2011.
Fjallskilasamþykktina má lesa hér.

18.02.2011

Spennandi sumarstörf í stórbrotnu umhverfi

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf.

Um er að ræða landvörslu, móttöku og upplýsingagjöf, afgreiðslustörf í veitingasölu, ræstingar og almenn verkamannastörf. Vinnutímabil eru flest á tímabilinufrá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí –september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um. Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og aðbúnað starfsmanna má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs; www.vjp.is og hjá þjóðgarðsvörðum á viðkomandi svæðum. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars n.k. og skulu umsóknir sendar á netfangið: umsokn@vjp.is eða í pósti merktum: Vatnajökulsþjóðgarður, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík.

18.02.2011

ÚTBOÐ

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í að framkvæma breytingar og innréttingar á 2. hæð heimavistarhúss Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Innrétta á skrifstofur fyrir Eyjafjarðarsveit í húsnæðinu sem er 246 m².

10.02.2011

Minjasafnið á Akureyri

Getur þú hjálpað okkur?
Kannt þú álfasögur eða frásögn af huldufólki ?
Átt þú í  fórum þínum mun/muni er tengjast álfum eða huldufólki ?
Næsta sýning Minjasafnins á Akureyri 2011 tengist álfum og huldufólki og við óskum eftir ÞINNI  aðstoð til að gera hana enn forvitnilegri.
Getur þú hjálpað okkur?
Hafðu endilega samband í síma 462 4162 eða á netfangið haraldur@minjasafnid.is

MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI – AÐALSTRÆTI 58 – AKUREYRI – WWW.MINJASAFNID.IS

Með góðri kveðju frá Minjasafninu,
Kristín Sóley og Sirrý

03.02.2011

Messa í Hólakirkju sunnudaginn 6. febrúar n.k.

Messa verður í Hólakirkju sunnudaginn 6. febrúar kl. 11.
Nútíminn og sannleikurinn.
Kór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Daníels Þorsteinssonar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur í Eyjafjarðarprófastsdæmi

03.02.2011