Fréttayfirlit

Íbúafundur um sorpmál

Við minnum á kynningarfund um breytt fyrirkomulag á sorphirðu sem haldinn verður í Hrafnagilsskóla, fimmtudagskvöldið 25. ágúst kl. 20. Þar munu fulltrúar frá Gámaþjónustu Norðurlands segja frá innleiðingu á nýju flokkunar- og endurvinnslukerfi. Íbúar eru hvattir til að fjölmenna, fá svör við fyrirspurnum og hafa tækifæri á að koma sínum skoðunum á framfæri.
Umhverfisnefnd
24.08.2011

Gangnaseðlar 2011

Hér að neðan má sjá gangnaseðla fyrir fjárgöngur  í Eyjafjarðarsveit. Á þeim koma fram þeir aðilar sem sleppa fé á afrétt auk Fjallskilasjóðs.

24.08.2011

Melgerðismelar 2011

Opið Stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 19.-21. ágúst.

Keppt verður í :
A- flokki, B- flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki i og verður forkeppnin með
þrjá inni á vellinum í einu. Í barnaflokki verður sýnt fet og tölt/og eða brokk.
Tölt með tvo inni á velli í forkeppni.
100m skeið, 150m skeið og 250m skeið.
300m stökk og 300m brokk.

Mótið er jafnframt gæðingakeppni Hestamannafélaganna Léttis og Funa.

Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Funa og Léttis.

Mótanefnd Funa og Stjórn Léttis

19.08.2011

UMSE með átta gull og kjörið Fyrirmyndarfélagið

Ungmennasamband Eyjafjarðar gerði góða ferð á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Keppendur UMSE voru að þessu sinni 50 talsins tóku þau þátt í dansi, fimleikum, frjálsíþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, motocrossi, knattspyrnu, körfubolta og skák.

Einn hápunktur hátíðarinnar fyrir okkar lið var þegar lið UMSE hlaut þann eftirsótta titil „Fyrirmyndarfélagið“, en innganga UMSE við setningu mótsins vakti mikla athygli, enda mikill metnaður lagður í hana. Umgjörð sambandsins var sömuleiðis sögð til fyrirmyndar á mótinu og því kom þessi titill í okkar hlut að þessu sinni.

12.08.2011

Nú er að ljúka 46. sumri í sögu sumarbúða KFUM og KFUK að Hólavatni

Árleg kaffisala sumarbúða KFUM og KFUK að Hólavatni fer fram sunnudaginn 14. ágúst kl. 14.30-17.00. Verð fyrir fullorðna er 1.500 kr. en 500 kr. fyrir börn 6-12 ára og frítt fyrir leikskólabörn. Á staðnum eru jafnframt leiktæki fyrir börnin, hoppukastali, trampólín og bátar. Þá verður nýbyggingin opin en stefnt að því að taka hana í notkun sumarið 2012. Allir eru jartanlega velkomnir.
KFUM og KFUK á Íslandi

11.08.2011

Smámunasafnið - einstakur gullmoli

Eitt óvenjulegasta og skemmtilegasta safn landsins er til húsa í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit. Smámunasafn Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara var opnað 2003 og hefur aðsóknin aukist jafnt og þétt síðan. Á Smámunasafninu er ótal margt að sjá, allt frá hundruðum blýantsstubba, nagla og lykla til búsáhalda, verkfæra og hurðarhúna.

Viðtal við Guðrúnu Steingrímsdóttur safnstjóra Smámunasafnsins má lesa í Morgunblaðinu á morgun, laugardag.

Smelltu hér til að sjá fréttina  

 

05.08.2011

Handverkshátíðin hafin

Handverkshátíðin hófst með ávarpi Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur menningarfulltrúa Eyþings skömmu fyrir hádegi í dag.
05.08.2011

Veðrið leikur við okkur á degi uppsetningar

handverkshatid_minni6_120Nú er allt komið á fullt við uppsetningu á sýningarsvæði Handverkshátíðar við Hrafnagilsskóla - það er hreint yndislegt að kíkja þangað á degi uppsetningar, brosandi andlit sveitunga og sýnenda mæta manni alls staðar á iðandi sýningarsvæðinu, margar hendur vinna létt verk er það sem gildir - vá stemningin.   Veðrið gæti ekki verið betra - logn, léttskýjað og 17 stiga hiti - veðurspáin lofar fínu veðri hátíðardagana.  Þið getið nálgast dagskrá hátíðarinnar hér á heimasíðu hátíðarinnar undir Dagskrá  

Opið klukkan 12-19 á morgun föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag.

04.08.2011

Opið í sund alla Handverkshátíðarhelgina

Föstudaginn og mánudaginn kl. 06:30 - 22:00
Laugardaginn og sunnudaginn kl. 10:00 - 20:00

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar við Hrafnagilsskóla
03.08.2011

Handverkshátíð 2011

Handverkshátíð 2010Handverkshátíðin 2011 verður formlega sett á föstudaginn 5. ágúst n.k. og mun standa til mánudagsins 8. ágúst.

Heimasíða hátíðarinnar er  www.handverkshatid.is og nánari upplýsingar má einnig fá hjá Ester Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar í síma 824 2116.

02.08.2011