Fréttayfirlit

Svæðisskipulag Eyjafjarðar - skipulagslýsing

Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir svæðisskipulagsnefnd lýsingu á skipulagsverkefninu.

Í lýsingunni er gerð grein fyrir hvaða áherslur nefndin hefur við gerð skipulagsins, forsendur þess og fyrirliggjandi stefna.

10.10.2011

Freyvangsleikhúsið frumsýnir haustverkefni 2011

Föstudaginn 7. október kl. 20:00 verður haustverkefni Freyvangsleikhússins 2011 frumsýnt. Að þessu sinni er um að ræða einþáttungahátíð þar sem 9 stuttverk eftir 8 höfunda verða frumflutt. Miðaverð er kr. 1.500,- og hægt er að panta miða á Freyvangur.net og í síma 857 5598 (skiljið eftir skilaboð á símsvara ef ekki er svarað).
Okkur langar sérstaklega til að bjóða sveitungum okkar í Eyjafjarðarsveit á 3. sýningu kl. 20:00 föstudaginn 14. október endurgjaldslaust. Þeir sem vilja þiggja þetta boð eru vinsamlega beðnir um að panta miða fyrirfram þar sem húsið tekur bara ákveðið marga áhorfendur.
Stefnt er að því að sýna út október. Barinn og sjoppan opin meðan á sýningum stendur.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest, Freyvangsleikhúsið.

04.10.2011

Lífrænn úrgangur sunnan Miðbrautar

Einhvers misskilnings virðist gæta um flokkun lífræns úrgangs sunnan Miðbrautar, en sérstök söfnun á honum fer ekki fram. 

 

03.10.2011

Hrossasmölun

Hrossasmölun verður 7. október og hrossaréttir laugardaginn 8. október. Þverárrétt hefst kl. 10 og Melgerðismelarétt kl. 13.
29.09.2011

Sorphirðudagatal fram að næstu áramótum

Sorphirðudagatal fyrir árið 2011 má nú finna á hér heimasíðu sveitarfélagsins og á heimasíðu Gámaþjónustu Norðurlands (gþn.is). Meðan reynsla er að komast á sorphirðuna verða tvær aukalosanir.

Sorphirðudagatal fyrir Eyjafjarðarsveit

28.09.2011

Flokkun til framtíðar

Bæklinginn Flokkun til framtíðar er hægt að skoða hér: Flokkun til framtíðar
21.09.2011

Afmælishátíð og opið hús!

Föstudaginn 16. september næstkomandi verður haldið upp á 40 ára afmæli Hrafnagilsskóla og 20 ára afmæli Eyjafjarðarsveitar. Miklar framkvæmdir hafa verið á skólasvæðinu á þessu ári og verður þeim ekki að fullu lokið fyrr en í árslok. Þennan dag bjóða skólinn, skrifstofan og félagasamtök sem hafa aðstöðu á svæðinu gestum og gangandi að skoða húsakynni sín og kynnast  starfseminni sem þar fer fram.  Auk þess verður stutt dagskrá  í íþróttahúsinu  kl. 12:30.

Önnur dagskrá þennan dag er með þeim hætti að frá kl. 8:15-12:30 verður opið hús í Hrafnagilsskóla leik- og grunnskóladeild og Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Kl. 12:30 hefst stutt afmælishátíð í íþróttahúsinu og frá kl. 8:15-16:00 er skrifstofa Eyjafjarðarsveitar,  mötuneytið og Félagsborg með opið hús. Í Félagsborg mun Félag aldraðra kynna starfsemi sýna. Allir íbúar og gestir Eyjafjarðarsveitar eru hvattir til að taka þátt í dagskránni og heimsækja Hrafnagilsskóla þennan dag.

Heitt verður á könnunni. 

 Allir hjartanlega velkomnir

13.09.2011

Menningar- og viðurkenningasjóður KEA auglýsir eftir styrkumsóknum

Styrkúthlutun tekur til eftirfarandi flokka:

09.09.2011

Menningarminjadagur Evrópu fimmtudaginn 8. september

Menningarminjadagur Evrópu hér á landi verður haldinn fimmtudaginn 8. september n.k. Þema dagsins að þessu sinni er menningarlandslag. Í tilefni dagsins mun  Sigurður Bergsteinsson minjavörður Norðurlands eystra halda erindið Minningar og minjar í menningarlandslagi í Gamla Húsmæðraskólanum að Þórunnarstræti 99 á Akureyri kl. 18:00.

08.09.2011

Vetraropnunartími sundlaugar

Vetraropnunartími sundlaugar frá 1. september:

Mánudaga - föstudaga kl. 06:30 - 20:00
Laugardaga - sunnudaga kl. 10:00 - 17:00

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

05.09.2011