Fréttayfirlit

Úðun á skógarkerfli

Vegna skipulegrar notkunar á illgresiseyðinum Clinic við að eyða skógarkerfli í Eyjafjarðarsveit hafa menn lýst yfir áhyggjum af hugsanlegum mengunaráhrifum og aukaverkunum af eyðinum. Því þótti rétt að taka saman umfjöllun, byggða á innlendum og erlendum heimildum, um áhrif efnisins á vistkerfi.
12.06.2012

Tribute tónleikar í Laugarborg

Föstudaginn 8. júní kl. 20 verða haldnir tribute tónleikar, Elton John til heiðurs. Þar verða fluttar sígildar perlur sem og nokkur minna þekkt lög. Kaffi verður í boði en aðra drykki þarf fólk að koma með sjálft. Sala á miðum er í Eymundsson og kostar miðinn 1500 kr.
08.06.2012

Héðinsfjarðartrefillinn á Handverkshátíð

Ester Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla fékk á dögunum afhenta gjöf frá Fríðu Gylfadóttur listakonu í Fjallabyggð, en það var hluti Héðinsfjarðartrefilsins. Forsaga trefilsins er sú að árið 2010 stóð Fríða fyrir sameiginlegu prjónaátaki heimamanna og gesta í Fjallabyggð og var tilefnið opnun Héðinsfjarðarganga um haustið. Þá höfðu Fríða og félagar prjónað 17 km langan trefil sem tákn um sameiningu og samtöðu.
07.06.2012

Sumarstarf hafið á Hólavatni

Sumarstarf við Hólavatn hefst fimmtudaginn 7. júní en þann dag fer fyrsti hópur sumarsins. Það er Frumkvöðlaflokkur fyrir 7-8 ára börn sem fær heiðurinn af því að vera fyrsti hópurinn til að dvelja í nýju húsi sem nú verður tekið í notkun.
06.06.2012

Æfingatafla Samherja í sumar

Þann 1. júní tók gildi ný æfingatafla hjá Samherjum sem gildir út ágúst.
05.06.2012

Áskorun til alþingismanna

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 15. maí s.l. var eftirfarandi bókun samþykkt: „Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á þingmenn að samþykkja frumvarp til laga um heimild til ráðherra f.h. ríkissjóðs til að fjármagna gerð jarðgangna undir Vaðlaheiði. Vaðlaheiðargöng eru ekki á samgönguáætlun þar sem þau byggja á greiðslu veggjalda. Framkvæmdin tekur því ekki fjármagn frá öðrum brýnum vegaframkvæmdum. Vaðlaheiðargöng eru ásamt öðrum mikilvægum framkvæmdum í vegamálum s.s. styttingu þjóðvegar 1 um 13 km við Blönduós nauðsynleg framkvæmd til að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Sérstaklega er þetta mikilvægt nú á tímum hækkandi orkuverðs og flutningskostnaðar sem gerir fyrirtækjum á Norður- og Austurlandi sífellt erfiðara að standast samkeppni við fyrirtæki sem staðsett eru á stærsta markaðssvæði landsins. Stytting þjóðvegar 1 við Blönduós er líklega með allra hagkvæmustu framkvæmdum sem fyrirfinnast á landinu. Þá mun stytting á norðurleiðinni milli Reykjavíkur og Austurlands verða til þess að fleiri velja hana frekar en suðurleiðina og þannig munu þessar framkvæmdir styrkja enn frekar byggð og atvinnustarfsemi á Vestur- og Norðurlandi.”
04.06.2012